Norska lággjaldaflugfélagið Norwegian óskaði í dag eftir því að fjögur dótturfélög yrðu tekin til gjaldþrotaskipta. Þau hafa haldið utan um starfsmannamál áhafna félagsins í Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Bretlandi, Bandaríkjunum og á Spáni, alls um 4.700 manns.