Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Fjögur dótturfélög Norwegian gjaldþrota

20.04.2020 - 12:05
Mynd með færslu
 Mynd: Norwegian Air Shuttle
Norska lággjaldaflugfélagið Norwegian óskaði í dag eftir því að fjögur dótturfélög yrðu tekin til gjaldþrotaskipta. Þau hafa haldið utan um starfsmannamál áhafna félagsins í Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Bretlandi, Bandaríkjunum og á Spáni, alls um 4.700 manns.

Gjaldþrotið hefur ekki áhrif á störf um það bil tvö þúsund flugmanna og öryggis- og þjónustuliða Norwegian í Noregi, Frakklandi og á Ítalíu, að því er segir í frétt Ritzau fréttastofunnar í Danmörku.

Jacob Schram, forstjóri Norwegian, harmar gjaldþrotið í yfirlýsingu og afleiðingum þess fyrir starfsfólk dótturfélaganna.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV