Eltust við hænur á Reykjanesbraut eftir óhapp

Mynd með færslu
 Mynd: Björgvin Kolbeinsson - RÚV
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um umferðaróhapp flutningabíls á Reykjanesbraut um klukkan 19 í gær. Bíllinn var að flytja hænur en geymslur hans opnuðust með þeim afleiðingum að hænurnar léku lausum hala um allan veg.

Í dagbók lögreglu kemur fram að vegfarendur hefðu aðstoðað við að smala hælunum saman, en ekki er vitað meira um afdrif þeirra eða líðan ökumanns. 

Einn var handtekinn síðdegis í gær eftir líkamsárás í heimahúsi, en ekki er tilkynnt um hvort um var að ræða heimilisofbeldi. Þá var tilkynnt um líkamsárás rétt fyrir klukkan 23 og var gerandi handtekinn og vistaður í fangklefa. Ekki er vitað um líðan fórnarlamba árásanna.

Þá var tilkynnt um þjófnað úr matvöruverslun á þriðja tímanum í nótt og annar var staðinn að þjófnaði í verslun í vesturbæ Reykjavíur í gærkvöld. Einnig kom upp eldur í ruslageymslu í hverfinu síðdegis í gær.

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi