Djokovic alfarið á móti bólusetningum

epa08259510 Novak Djokovic of Serbia in action during his final match against Stefanos Tsitsipas of Greece at the Dubai Duty Free Tennis ATP Championships 2020 in Dubai, United Arab Emirates, 28 February 2020.  EPA-EFE/ALI HAIDER
 Mynd: EPA

Djokovic alfarið á móti bólusetningum

20.04.2020 - 11:30
Serbinn Novak Djokovic, besti tennisspilari heims, er mikill andstæðingur bólusetninga. Hann segist þó mögulega þurfa að hugsa sinn gang ef tennisfólki verður gert að bólusetja sig fyrir COVID-19 til að geta hafið keppni að nýju.

„Persónulega er ég alfarið á móti bólusetningum,“ sagði Djokovic í beinni útsendingu í netspjalli við aðra serbneska íþróttamenn í gær. „Ef þetta verður skylda fyrir okkur í tennisheiminum til að geta keppt gæti ég mögulega þurft að skipta um skoðun,“ bætti Djokovic þó við. 

Serbinn er efstur á heimslistanum í tennis og byrjaði árið með því að bæta við sínum 17. risatitli þegar hann vann Opna ástralska mótið í janúar. Hann gæti enn bætt við tveimur risatitlum í safnið áður en árinu lýkur en stefnan er að halda Opna bandaríska mótið og Opna franska mótið í haust. Wimbledon-mótinu hefur hins vegar verið aflýst.