Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Annað andlát úr COVID-19 á hjúkrunarheimilinu Bergi

20.04.2020 - 12:59
Mynd með færslu
 Mynd: Mohammad reza Fathian - Pexels
Kona á níræðisaldri lést úr COVID-19 í gær á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Þetta er annað andlátið úr sjúkdómnum á Bergi og það tíunda á Íslandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Þar er aðstandendum vottuð samúð og samfélaginu þakkað fyrir aðstoð og velvilja, en hjúkrunarheimilið er enn að langmestu leyti rekið af fólki úr bakvarðasveitum.

Á Bergi eru nú fimm íbúar sýktir af COVID-19 og fjórir í sóttkví. Jafnframt eru allir sem búa í íbúðakjarna fyrir eldri borgara í sömu byggingu og Berg í sóttkví eftir að tvö smit greindust þar.

elsamd's picture
Elsa María Guðlaugs Drífudóttir