Flugmenn sendu heilbrigðisstarfsfólki hjarta

19.04.2020 - 18:36
Mynd með færslu
 Mynd: Skjáskot af Flightradar
Flugmenn Icelandair ákváðu í dag að fljúga yfir Reykjavík og móta hjarta til heiðurs heilbrigðisstarfsfólki sem hefur heldur betur staðið í ströngu síðustu vikur vegna COVID-19 faraldursins. Vélin var á leið til lendingar á Keflavíkurflugvelli og var að koma frá Sjanghæ í Kína.

Þetta var þriðja flugið sem Icelandair fer til Sjanghæ að sækja búnað fyrir heilbrigðisstofnanir sem notaður er við umönnun sjúklinga með kórónuveiruna. Komið var með 18 tonn í fluginu í dag, að sögn Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair. Þetta var beint flug og voru tvær áhafnir, önnur sem flaug til Kína og hin heim. Með í för voru einnig flugvirkjar og hlaðmenn. 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi