Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Fjórði þáttur Spaugvarpsins

Mynd: RÚV / RÚV

Fjórði þáttur Spaugvarpsins

19.04.2020 - 12:50

Höfundar

Spaugvarpinu er ætlað að létta fólki lund á fordæmalausum tímum, skoða ástandið úr óvæntum áttum og þjappa þjóðinni saman einmitt þegar samkomubann heldur henni aðskilinni.

Spaugstofumenn vilja leggja sitt af mörkum og koma þess vegna aftur saman til að létta fólki samkomubann og aðrar þrengingar á tímum farsóttarinnar í vikulegum hlaðvarpsþætti, Spaugvarpinu.

Í Spaugvarpinu er fjallað um atburði og ástand líðandi stundar á misábyrgum nótum. Því er ætlað að létta fólki lund á fordæmalausum tímum, skoða ástandið úr óvæntum áttum og þjappa þjóðinni saman einmitt þegar samkomubann heldur henni aðskilinni. Spaugstofuna skipa Karl Ágúst Úlfsson, Pálmi Gestsson, Randver Þorláksson, Sigurður Sigurjónsson og Örn Árnason, en við hljóðfærið situr Jónas Þórir Þórisson.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér fyrir ofan. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að hlaðvarpi Spaugstofunnar í gegnum iTunes og á Spotify.


Hvað er hlaðvarp? 

Í Hlaðvarpi RÚV er hægt að ná í fjölmarga þætti, sögur og leikrit aftur í tímann. Allt efnið hér er til niðurhals svo hægt er að njóta þess á þeirri stund og stað sem hentar.

Hægt er að gerast áskrifandi að þætti með því að smella á iTunes hnappinn bæði inni í hlaðvarpinu og á síðu hvers þáttar, eða með því að smella á RSS hnappinn. Þá opnast iTunes-forritið og nýjasti þáttur hleðst inn í flokkinn Podcast. Sæktu iTunes hér.

Aðeins þarf að smella einu sinni á iTunes hnappinn eða RSS hnappinn. Eftir það sér forritið sjálft um að koma til þín nýjustu þáttunum.

Fjölmörg önnur forrit og öpp eru nú til fyrir hlaðvörp sem hægt er að sækja. Þættir RÚV sem fara í hlaðvarp eiga að birtast á þeim öllum. 

Tengdar fréttir

Menningarefni

Þriðji þáttur Spaugvarpsins

Menningarefni

Annar þáttur Spaugvarpsins

Sjónvarp

Spaugstofan snýr aftur í hlaðvarpi