Covid 19: Yfir 150 þúsund látin

18.04.2020 - 12:39
epa08356946 Doctors and nurses wearing their protective gears (blouse, gloves and mask) take care of a patient during a night watch at the resuscitation intensive care unit of the Ambroise Pare clinic in Neuilly-sur-Seine, near Paris, France, 10 April 2020. France seems to be slowly reaching the peak of the epidemic after one month of a strict lockdown in an attempt to stop the widespread of the SARS-CoV-2 coronavirus causing the Covid-19 disease.  EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON
Sjúklingur á gjörgæsludeild í Frakklandi. Mynd: EPA-EFE - EPA
Yfir 150 þúsund manns hafa nú látist af Covid nítján í heiminum og greind smit í heild komin yfir 2,2 milljónir. Tilfellum hefur fjölgað um 50% í Afríku í þessari viku og dauðföllum um 60%, en þau eru nú orðin yfir þúsund í álfunni.

Tedros Ghebreyesus forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segir líklegt að sú tala sé mun hærri þar sem stjórnvöld í mörgum löndum hafa ekki getað tekið mörg sýni úr fólki.

Spánverjar tilkynntu í morgun að dauðsföllin þar af völdum veirunnar væru komin yfir 20 þúsund, eftir að 565 létust þar í gær. Þar eru tilfellin orðin 190 þúsund.

hallgrimur's picture
Hallgrímur Indriðason
Fréttastofa RÚV