Rotturnar - Ragnheiður Eyjólfsdóttir

Mynd:  / 

Rotturnar - Ragnheiður Eyjólfsdóttir

17.04.2020 - 17:45

Höfundar

Skáldsagan Rotturnar eftir Ragnheiði Eyjólfsdóttur fjallar um vísindi og plágu um leið er þetta hörkuspennandi unglingasaga um samstöðu og svik og kjark til að halda áfram þegar öll sund virðast lokuð.

Skáldsagan Rotturnar eftir Ragnheiði Eyjólfsdóttur segir frá unglingum sem fara í sumarvinnu úti á landi. Lítill hópur er sendur til vinnu í skála uppi á hálendinu og þar fara ungmennin að veikjast alvarlega. Allur hópurinn er settur í einangrun á dularfullri rannsóknarstöð á stað sem þau þekkja ekki. Þau komast smám saman að því að verið er að nota þau í leynilegum tilraunum með Svartadauða - þau eru eins konar tilraunarottur. Helsta áskorun unglinganna verður að halda í vonina þegar ekkert virðist blasa við nema dauðinn.

Sagan var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2018, í flokki barna- og ungmennabóka og til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í sama flokki. Þetta er þriðja bók Ragnheiðar, sem hafði áður skrifað Arftakann og Undirheima. Saman mynda þær bækur fyrri og seinni hluta svokallaðrar Skuggasögu og hafa fengið ýmsar viðurkenningar eins og Bóksalaverðlaunin og Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar.

Gestir þáttarins á sunnudag eru Ásta Gísladóttir bókmenntafræðingur og Guðrún Erlingsdóttir blaðamaður. Umsjón hefur Auður Aðalsteinsdóttir.

Þáturinn var áður á dagskrá 19. maí 2019.