Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Ríkisstjórnin missir stuðning - Sósíalistar næðu inn

17.04.2020 - 13:06
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Stuðningur við ríkisstjórnina dregst saman um fimm prósentustig og mælist nú rúmlega 51% samkvæmt nýrri könnun MMR. Niðurstöðurnar benda til þess að fylgi flokkanna sé almennt að færast í svipað form og áður en áhrifa Covid-19 faraldursins gætti að fullu hér á landi.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur með 22,7% fylgi og næst kemur Samfylkingin með 13,1% fylgi. Fylgi Vinstri grænna minnkaði um tæplega tvö prósentustig frá síðustu mælingu og mældist nú 10,4%.

  • Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 22,7% og mældist 23,5% í síðustu könnun.
  • Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 13,1% og mældist 14,1% í síðustu könnun.
  • Fylgi Pírata mældist nú 12,3% og mældist 12,2% í síðustu könnun.
  • Fylgi Vinstri grænna mældist nú 10,4% og mældist 12,3% í síðustu könnun.
  • Fylgi Viðreisnar mældist nú 10,0% og mældist 9,6% í síðustu könnun.
  • Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 9,8% og mældist 8,8% í síðustu könnun.
  • Fylgi Miðflokksins mældist nú 9,5% og mældist 10,7% í síðustu könnun.
  • Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 5,6% og mældist 3,4% í síðustu könnun.
  • Fylgi Flokks fólksins mældist nú 4,7% og mældist 3,4% í síðustu könnun.
  • Stuðningur við aðra mældist 2,0% samanlagt.
 
andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV