Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Óeðlilegt dýrahald

Mynd: Netflix / Netflix

Óeðlilegt dýrahald

17.04.2020 - 09:19

Höfundar

Heimildaþættirnir Tiger King á Netflix hafa slegið í gegn og varpað ljósi á svartan markað stórra villtra dýra í útrýmingarhættu sem ganga kaupum og sölum manna á milli og eru misnotuð í dýragörðum af fólki sem segist bera velferð þeirra brjósti.

„Fóki bregður við að þetta sé ennþá svona virkur bransi í ljósi þess að dýrategundum er að fækka, svo margar tegundir sem eru á barmi útrýmingar og við erum við að vinna svo mikið í því að bjarga þeim í sínu náttúrulega umhverfi, varðveita búsvæði þeirra og koma í veg fyrir frekari skemmdir á því,“ segir Ester Rut Unnsteinsdóttir spendýrafræðingur í viðtali í Samfélaginu á Rás 1. Þar ræddi hún um lög, aðbúnað og velferð dýra eins og þeirra sem sjást í þáttunum Tiger King, til dæmis stór kattardýr sem eru neydd til að lifa langt frá náttúrulegum heimkynnum sínum og eðli.

spendýravistfræðingur
 Mynd: RÚV
Ester Rut Unnsteinsdóttir spendýravistfræðingur.

Talið er að í Bandaríkjunum séu fleiri tígrísdýr í einkaeigu en lifa villt og frjáls í náttúrunni. Fólkið sem birtist í þáttunum safnar margt hvert villtum dýrum sem þau svo selja áfram eða aðgang að. Þau líta á sig sem dýraverndunarsinna. Ester segir þá fullyrðingu ekki halda vatni, það sé ekkert eðlilegt eða gott við dýrahaldið sem birtist í þáttunum.

Tiger King
 Mynd: Netflix
Joe Exotic er einn af þeim sem birtist í Tiger King þáttunum

„Þarna í þessum þáttum heldur fólkið því fram að það sé að bjarga tegundum í útrýmingarhættu og það virðist vera sem almenningur bara trúi því og leggur fé í það. Þetta tekur athyglina frá raunverulegum vanda þessara dýra og hvernig er raunverulega hægt að hjálpa þessum dýrastofnum og færir athyglina meira út í þennan afþreyingariðnað sem þetta er orðið.

Tengdar fréttir

Sjónvarp

Sjúkleg þrá til að stjórna villtum dýrum

Sjónvarp

Tígriskóngurinn treystir ekki trúna á mannkyn