Hungur og fátækt blasir við mörgum

17.04.2020 - 19:50
Erlent · Asía · COVID-19 · Filippseyjar · Indland · Spánn · Evrópa
Mynd: EPA-EFE / EPA
Stór hluti jarðarbúa býr enn við einhvers konar útgöngubann. Við mörgum blasir hungur og fátækt vegna strangra skilyrða. Á Spáni mega börn ekki fara út.

Útgöngubann felur í sér fólk má ekki fara út nema til þess að sækja brýnustu nauðsynjar líkt og mat eða lyf. Slíkt bann hefur ekki verið gildi hér á landi en í löndum víða um heim hefur verið gripið til þessa ráðs. Í Evrópu hefur útgöngubannið verið strangast á Spáni. Þar mega börn ekki fara út úr húsi, nokkuð sem samtök um Barnaheill hafa gagnrýnt og kalla eftir því að börnum verði leyft að hreyfa sig utandyra í klukkustund á dag. 

epa08369610 Carlos, a 45-year-old fire man, works wearing a protective mask in Barcelona, Catalonia, Spain, 17 April 2020. Carlos carried on disinfection work in a geriatric in Barcelona and help elderly people with a high level of dependency. Carlos also building tents for field hospitals during coronavirus. The Spanish government declared the state of emergency on 14 March and the Mediterranean country has since been under a lockdown in a bid to slow down the spread of the pandemic COVID-19 disease caused by the SARS-CoV-2 coronavirus.  EPA-EFE/Marta Perez  ATTENTION: This Image is part of a PHOTO SET
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Strangt útgöngubann er á Spáni.

Á Filippseyjum hefur forsetinn hótað að beita hernum hlýði fólk ekki útgöngubanni sem gildir út apríl hið minnsta. Lögreglan þar í landi segist hafa haft afskipti af yfir 100 þúsund manns. Mannréttindasamtök hafa lýst áhyggjum af fregnum þaðan um að lögbrjótarnir séu sumir látnir dúsa í hundabúrum klukkstundum saman. Fjöldi fólks víða um heim fær greitt fyrir vinnu sína dag frá degi, oft láglaunastöf, og því er staðan afar erfið hjá mörgum. 

Útgöngubann var sett á alla þá 1,3 milljarða sem búa á Indlandi með aðeins nokkurra klukkustunda fyrirvara. Farandverkamenn sem festust í stórborgum komast enn ekki til síns heima og þau eru fjölmörg sem vita ekki hvaðan næsta máltíð kemur.

olofr's picture
Ólöf Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi