Eigum að spyrja okkur sjálf hvers vegna við borðum kjöt

Mynd: RÚV núll / Núllstilling

Eigum að spyrja okkur sjálf hvers vegna við borðum kjöt

17.04.2020 - 14:37
"Ég er alin upp sem grænmetisæta," segir Hildur Ómarsdóttir sem heldur úti vinsælum reikningi á Instagram þar sem hún gefur fylgjendum sínum uppskriftir sem allar eiga það sameiginlegt að vera vegan, þ.e. þær innihalda engar dýraafurðir.

Hildur var gestur Núllstillingarinnar á fimmtudag. Hún segist hafa hætt að gera undantekningar varðandi neyslu mjólkurvara þegar hún var sjálf með barn á brjósti. "Af hverju er í lagi að drekka kúamjólk? Sumar mömmur smakka ekki sína eigin mjólk en svo fær maður sér mjólk í kaffið," spurði Hildur sjálfa sig. 

Hildur segir mikilvægt að fólk myndi tengslin á milli dýra og matarins sem það neytir. Börn lesi bækur um dýr og hafi gaman af en svo sé þeim líka gert að leggja þau sér til matar heima fyrir. Ákveðna afneitun þurfi til að neyta dýraafurða.

Fólk þarf að spyrja sig hvers vegna það sé í lagi að borða dýr. 

bætir Hildur við. 

Viðtalið má finna í heild sinni í spilaranum hér að ofan og uppskriftir Hildar eru aðgengilegar á Instagram-reikningnum @hilduromarsd

Núllstillingin er í beinni útsendingu frá  Hörpu alla virka daga frá 14 til 16 á meðan samkomubanni stendur.