Stórt útkall slökkviliðs reyndist eldur í ruslageymslu

Mynd með færslu
 Mynd: Sólveig Klara Ragnarsdóttir - Aðsend mynd
Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um tíuleytið í morgun eftir að tilkynning barst um að svartur reykur stæði upp úr þaki á sjö hæða húsi í Vesturbæ Reykjavíkur.

Síðar kom í ljós að eldur logaði í ruslageymslu hússins, en reyk lagði þaðan úr röri og upp úr þakinu. Dregið var úr viðbragði í kjölfarið, en það þurfti að reykræsta í ruslageymslunni auk þess sem slökkva þurfi eld í nokkrum tunnum.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu barst enginn eldur í sameign íbúðahússins þar sem vel var búið að ganga frá öllu í ruslageymslunni.

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi