Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Gates-hjónin hækka framlög til WHO í 250 milljónir dala

epa05919926 Philanthropist and co-founder of Microsoft, Bill Gates, left, and his wife Melinda listen to the speech of France's President Francois Hollande, prior to being awarded of the Legion of Honor at the Elysee Palace in Paris, France, 21 April 2017. French President Francois Hollande is making Bill and Melinda Gates commanders in the Legion of Honor for their philanthropic activities, notably the Microsoft founder's efforts to improve public health and encourage development in poor countries.  EPA/KAMIL ZIHNIOGLU / POOL MAXPPP OUT
 Mynd: epa
Velgerðastofnun Bills og Melindu Gates ætlar að stórauka framlög sín til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, úr 100 milljónum Bandaríkjadala í 250 milljónir. Ástæðan er umdeild ákvörðun Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, um að stöðva allar greiðslur Bandaríkjanna til stofnunarinnar um óákveðinn tíma.

Bandaríkin hafa verið langstærsti, einstaki fjármögnunaraðili Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar til þessa. Þótt framlög bandaríska ríkisins til stofnunarinnar hafi verið skorin nokkuð niður í valdatíð Trumps lögðu Bandaríkin nær 400 milljónir Bandaríkjadala til reksturs stofnunarinnar á síðasta ári.

Næst stærsti, einstaki styrktaraðili WHO er ekki aðildarríki Sameinuðu þjóðanna heldur velgerðastofnun Gates-hjónanna, Bill and Melinda Gates Foundation, sem hefur lagt um 100 milljónir Bandaríkjadala til rekstursins árlega.

Trump harðlega gagnrýndur

Ákvörðun Trumps um að stöðva greiðslur til WHO, með þeim rökum að stofnunin hafi brugðist hlutverki sínu í baráttunni við COVID-19, dregið taum Kínverja og misnotað góðvild Bandaríkjanna, hefur verið harðlega gagnrýnd af ráðamönnum um heim allan.

Þeirra á meðal er Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sem segir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina mikilvæga sem aldrei fyrr.

Bill Gates tók í sama streng í gær þegar hann fordæmdi þetta skref forsetans og sagði heimsbyggðina þarfnast stofnunarinnar meira en nokkru sinni.