Alvarlega slasaður eftir fall af nýbyggingu

Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Maður var fluttur alvarlega slasaður á Landspítalann rétt fyrir klukkan fimm síðdegis eftir vinnuslys, en hann féll af nýbyggingu í austurhluta borgarinnar.

Þetta hefur fréttastofa fengið staðfest frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sem flutti viðkomandi á slysadeild fyrir skömmu. Ekki var hægt að veita upplýsingar um hvað fallið er talið hafa verið hátt, en að viðkomandi var fluttur alvarlega slasaður af vettvangi.

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi