Abe íhugar víðtækari ráðstafanir

16.04.2020 - 09:38
Erlent · Asía · COVID-19 · Japan · Kórónuveiran
epa08347923 Japanese Prime Minister Shinzo Abe wearing a face mask attends a press conference at the prime minister's official residence in Tokyo, Japan, 07 April 2020.  EPA-EFE/TOMOHIRO OHSUMI / POOL
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans. Mynd: EPA-EFE - GETTY IMAGES POOL
Stjórnvöld í Japan íhuga að útvíkka neyðarástand, sem gilt hefur í Tókýó og nokkrum öðrum svæðum landsins vegna kórónuveirufaraldursins, þannig að það nái um allt land. Japanskir fjölmiðlar greindu frá þessu í morgun.

Neyðarástandi var lýst yfir á fyrrnefndum svæðum fyrir tíu dögum og nær það til 44 prósenta landsmanna. Kórónuveiran hefur breiðst hratt út í Japan að undanförnu og hafa yfir 9.000 tilfelli greinst. Nærri 200 hafa látist af völdum COVID-19 í Japan. 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi