Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

„Mikið er ég feginn Vigdís að þú ert ekki gift“

Mynd: RÚV / RÚV

„Mikið er ég feginn Vigdís að þú ert ekki gift“

15.04.2020 - 14:34

Höfundar

Þegar Vigdís Finnbogadóttir bauð sig fram til forseta árið 1980 var umtalið oft miskunnarlaust og gekk nærri persónu hennar. Meðal annars var krabbamein hennar haft í flimtingum og einkum sú staðreynd að hún hafði undirgengist brjóstnám. Vigdís Finnbogadóttir fagnar 90 ára afmæli í dag.

„Menn hikuðu ekki við það,“ segir Vigdís, „að spyrja mig beint út á fundum hvort ég hafi ekki fengið krabbamein, og láta í það skína að ég yrði ekki langlíf.“ Hún hafi oft verið afar brýnd eftir fundi því hún þurfti að svara mörgum einkennilegum spuringum en hún hafi alltaf verið skjót til svars.

„Það gerði fundina mjög skemmtilega, alltaf eitthvað fyndið sem kom upp. Eins og kallinn sem spurði mig, eldri maður úti á landi, „mikið er ég feginn Vigdís að þú ert ekki gift, því það væri alveg sama hvað þú segðir, mynd fólk halda að kallinn hefði sagt þér að segja það“. Svona athugasemdir voru dásamlegar, það náttúrulega skelltu allir upp úr og salurinn lá úr hlátri. Mjög oft voru þetta bara hreinar skemmtisamkomur, brandararnir flugu fram og aftur.“

Vigdís Finnbogadóttir er 90 ára í dag og af því tilefni endursýnir RÚV heimildarmynd Ragnars Santosar og Guðfinns Sigurvinssonar frá 2010, Vigdís – Fífldjarfa framboðið. Horfið á myndina í heild sinni í spilara RÚV.

Í kvöld kl. 20 verður svo á RÚV sérstakur afmælisþáttur með tónlistaratriðum og ljóðalestri auk þess sem ráðamenn flytja Vigdísi hamingjuóskir.

Tengdar fréttir

Innlent

Vigdís Finnbogadóttir 90 ára í dag

Bókmenntir

Brautryðjendur ólíkra tíma

Bókmenntir

Brýndi sverð með kampavíni til að verja vísindin

Hönnun

„Á morgun skulum við allar koma í síðbuxum“