Biles stóð á höndum og klæddi sig úr buxunum

Mynd með færslu
 Mynd: EPA

Biles stóð á höndum og klæddi sig úr buxunum

15.04.2020 - 09:41
Bandaríkjakonan Simone Biles, ein besta fimleikakona sögunnar, hefur byrjað skemmtilega áskorun á samfélagsmiðlum. Áskorunin verður þó að teljast vægast sagt krefjandi en hún felst í því að standa á höndum og nota fæturnar til að klæða sig úr buxunum.

Biles setti myndskeiðið inn á Twitter-síðu sína um helgina og yfir 12 milljónir hafa horft á það og fjölmargir spreytt sig.

Aðeins Hvít-Rússinn Vitaly Scherbo og Rússinn Larisa Latynina hafa unnið til fleiri verðlauna á stórmótum í áhaldafimleikum en Biles. Scherbo vann á sínum ferli til 33 verðlauna á heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum, Latynina vann til 32 verðlauna en Biles á 30 medalíur frá HM og ÓL. 

Biles er þó aðeins 23 ára og fastlega má gera ráð fyrir því að hún verði sigursælasti fimleikakeppandi sögunnar áður en ferlinum lýkur.