Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Sveitarstjóra Reykhólahrepps sagt upp störfum

14.04.2020 - 23:28
Mynd með færslu
 Mynd: Jóhannes Jónsson - RÚV
Tryggva Harðarsyni hefur verið sagt upp störfum sem sveitarstjóra Reykhólahrepps. Ingimar Ingimarsson, sveitarstjórnarmaður og varaoddviti í Reykhólahreppi, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.

BB greindi fyrst frá málinu í kvöld og segir að ákvörðun um þetta hafi verið tekin á fundi sveitastjórnar í dag.  Fjórir greiddu atkvæði með tillögunni, einn var á móti. Ekki náðist í oddvita Reykhólahrepps vegna málsins. 

Tryggvi var ráðin sveitarstjóri í september 2018 úr hópi sautján umsækjenda. Hann hefur áður verið sveitarstjóri Þingeyjarsveitar og  Seyðisfjarða og var bæjarfulltrúi í Hafnarfirði .

Tryggvi tók við starfinu af Ingibjörgu Birnu Erlingsdóttur sem hafði gegnt þessu starfi frá árinu 2010.
 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV