Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

KSÍ flýtir greiðslum til félaga vegna yngri flokka

Mynd með færslu
 Mynd: Skagafréttir

KSÍ flýtir greiðslum til félaga vegna yngri flokka

14.04.2020 - 17:06
KSÍ hefur ákveðið að flýta greiðslu til aðildarfélaga, annarra en þeirra sem hafa félag í efstu deild karla, vegna barna- og unglingastarfs til 17.apríl.

KSÍ hefur greitt sérstakt framlag til aðildarfélaga, annarra en félaga í efstu deild karla, vegna barna- og unglingastarfs. Framlagið, sem hefur verið greitt samhliða framlagi frá UEFA til félaga í efstu deild karla, hefur verið greitt að hausti. Stjórn KSÍ hefur nú ákveðið að flýta greiðslu á 75% af áætlaðri upphæð til 17. apríl næstkomandi. Úthlutunin er háð því að félög haldi úti yngri flokka beggja kynja. Kostnaðarliðir í þessu  starfi eru til að mynda laun þjálfara, ferðakostnaður vegna þátttöku í keppni, aðstöðuleiga, kaup á tækjum og áhöldum og fleira.

Hægt er að sjá töflu á vef KSÍ sem sýnir greiðslur frá KSÍ til barna- og unglingastarfs aðildarfélaganna, annarra en þeirra sem eru með lið í efstu deild karla. Félög sem eiga lið í efstu deild kvenna og 1. deild karla fá 1,8 milljón. Félög sem eiga lið í 2. deild karla fá 1.225.000 krónur. Félög með lið í 2. deild kvenna og þriðju og fjórðu deild karla fá 750 þúsund á lið og félög með sameiginleg lið í meistaraflokki og með barna- og unglingastarf fá 450 þúsund krónur á lið.