Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Dauðadómi yfir herforingja fullnægt í Bangladess

12.04.2020 - 04:24
epa08352294 Bangladesh army personnel stand guard at the Dhaka-Narayangonj checkpoint on the road outskirts of Dhaka, Bangladesh, 09 April 2020. Bangladesh's authorities have imposed nationwide transport restrictions and closure of all non-essential public and private offices in a bid to stem the widespread of the SARS-CoV-2 coronavirus which causes the Covid-19 disease.  EPA-EFE/MONIRUL ALAM
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Dauðadómi yfir fyrrverandi herforingja sem dæmdur var fyrir að taka fyrsta leiðtoga Bangladess af lífi var framfylgt í dag. Dómsmálaráðherra landsins greindi AFP fréttastofunni frá þessu.

Sheikh Mujibur Rahman, einn stofnenda Bangladess og fyrsti leiðtogi landsins, var myrtur ásamt stærstum hluta fjölskyldu sinnar í valdaráni hersins árið 1975. Þá voru um fjögur ár síðan hann leiddi Bangladess til sjálfstæðis frá Pakistan. Herforinginn Abdul Majed var dæmdur til dauða ásamt nokkrum herforingjum til viðbótar árið 1998. hann hafði þá þegar flúið land. Hann náðist ekki fyrr en í vikunni, eftir nærri aldarfjórðung á flótta. 

Sheikh Hasina, dóttir Rahmans, er núverandi forsætisráðherra Bangladess. Hún slapp frá aftökunni á sínum tíma þar sem hún var í Evrópu ásamt systur sinni. Til stóð að stofna til hátíðahalda í landinu til þess að fagna hundrað árum frá fæðingu föður hennar. Því hefur verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Í myndbandsávarpi fyrr í vikunni sagði Hasina að ekki væri til betri gjöf til að fagna aldarafmælinu en að Mujib hafi verið handsamaður.

Hæstiréttur Bangladess staðfesti dauðadóminn árið 2009. Nokkrum mánuðum síðar voru fimm herforingjanna teknir af lífi. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV