Boris Johnson útskrifaður af sjúkrahúsi

12.04.2020 - 12:57
Erlent · COVID-19 · Evrópa
epa08354098 (FILE) British Prime Minister Boris Johnson ahead of greeting Prime Minister of Croatia Plenkovic for a meeting at 10 Downing Street in London, Britain, 24 February 2020 (re-issued 27 March 2020). According to reports on 09 April 2020, British Prime Minister Boris Johnson was moved out of intensive care., but he remains hospitalized after persistent coronavirus symptoms.  EPA-EFE/WILL OLIVER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, var útskrifaður af St. Thomas sjúkrahúsinu í Lundúnum í morgun en hann var þar í viku og um tíma þungt haldinn vegna COVID-19. Hann mun ekki snúa strax aftur til starfa.

Boris Johnson greindist með sjúkdóminn í lok mars og fékk fyrst væg einkenni, hita og hósta. Honum hrakaði hratt og var fluttur á sjúkrahús síðastliðinn sunnudag, tíu dögum eftir að hann greindist. Á þriðjudaginn var hann fluttur á gjörgæslu og þurfti súrefni en er nú á batavegi. Dominic Raab utanríkisráðherra tók við af honum tímabundið og leiðir bresku stjórnina áfram því samkvæmt tikynningu frá forsætisráðuneytinu í morgun snýr hann ekki aftur til starfa strax, samkvæmt læknisráði. Þar er læknum og heilbrigðisstarfsfólki á St Thomas sjúkrahúsinu þakkað og Johnson segir að hugur sinn sé hjá þeim sem hái nú baráttu við sjúkdóminn. Johnson dvelur næstu daga á Chequers-sveitasetri forsætisráðherrans.