Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Ebólu-faraldri ekki lokið í Kongó

epaselect epa07802953 A view of Ngongolio Cemetery, a site dedicated to the safe and dignified burial process of Ebola victims in Beni, North Kivu province, Democratic Republic of the Congo, 29 August 2019. The death toll from the DR Congo's Ebola epidemic, an outbreak declared a global health emergency by the World Health Organisation (WHO), is expected to pass two thousand soon.  EPA-EFE/HUGH KINSELLA CUNNINGHAM
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Eftir rúmar sjö vikur án Ebólu-smits greindist 26 ára karlmaður með sjúkdóminn í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Hann var sá fyrsti til að fá sjúkdóminn síðan í febrúar að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Að sögn heilbrigðisyfirvalda í heimahéraði mannsins er hann látinn. 

52 dagar liðu á milli tilfella, en ríkið hefði geta lýst því yfir að faraldrinum væri lokið ef enginn hefði greinst með sjúkdóminn þar til á mánudag. Hann hefur staðið yfir síðan í ágúst árið 2018, og orðið 2.200 að bana. Víðtæk bólusetning var gerð á landsmönnum, þar sem alls 300 þúsund íbúar voru bólusettir. 

Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, segist búast við því að greint verði frá fleiri tilfellum í landinu á næstunni.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV