Eftir rúmar sjö vikur án Ebólu-smits greindist 26 ára karlmaður með sjúkdóminn í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Hann var sá fyrsti til að fá sjúkdóminn síðan í febrúar að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Að sögn heilbrigðisyfirvalda í heimahéraði mannsins er hann látinn.