Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Fyrsta COVID-19 tilfellið í Jemen

10.04.2020 - 06:33
epa08346692 A general view of historic buildings amid concerns over the spread of the coronavirus COVID-19, in the old quarter of Sana'a, Yemen, 06 April 2020. War-ravaged Yemen is still the only Arab country free from the SARS-CoV-2 Coronavirus which causes the Covid-19 disease.  EPA-EFE/YAHYA ARHAB
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Kórónuveiran greindist í fyrsta sinn í Jemen í morgun. Almannavarnarnefnd ríkisins greindi frá því á Twitter. Hjálparsamtök óttast mjög um afdrif Jemena ef veiran nær að breiða úr sér í landinu. Heilbrigðiskerfið er í lamasessi, og aðstæður nú þegar einhverjar þær allra verstu í heiminum. Hernaðarbandalag leitt af Sádi Aröbum hóf tveggja vikna vopnahlé í gær til þess að reyna að koma í veg fyrir að veiran nái bólfestu í landinu. 

Að sögn almannavarnarnefndarinnar í Jemen er ástand sjúklingsins stöðugt og undir eftirliti heilbrigðisstarfsmanna. Nefndin segir heilbrigðisstarfsfólk og yfirvöld búin að gera viðeigandi ráðstafanir, og fleiri upplýsingar verði veittar eftir því sem líður á daginn.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV