Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Linda Tripp látin

09.04.2020 - 02:14
FILE - In this July 29, 1998, file photo Linda Tripp meets with reporters outside federal court in Washington after her final appearance before a grand jury investigating an alleged affair between President Bill Clinton and Monica Lewinsky. Tripp, whose secretly recorded conversations with White House intern Lewinsky led to the 1998 impeachment of Clinton, died Wednesday, April 8, 2020, at age 70 .(AP Photo/Khue Bui, File)
 Mynd: AP
Linda Tripp, sem tók upp samtal sitt við Monicu Lewinsky sem var notað í málsókn gegn Bill Clinton, lést í gær, sjötíu ára að aldri. Banamein hennar var krabbamein. Tripp var almannatengill í varnarmálaráðuneytinu þegar Lewinsky sagði henni frá leynilegu sambandi sínu við Clinton á forsetaskrifstofunni í Hvíta húsinu.

Lewinsky sagði Tripp frá því að hún hafi margsinnis haft mök við forsetann. Eins sagði hún Tripp frá því að hún hafi geymt bláan kjól sem enn var með sæði úr Clinton. Tripp tók samtalið upp og færði saksóknaranum Ken Starr. Starr notaði upptökuna til viðbótar við aðra rannsókn sem hann var með í gangi á Clinton.

Clinton þvertók í fyrstu fyrir sambandið við Lewinsky og lét þau orð falla á blaðamannafundi að hann hafi ekki átt í kynferðislegu sambandi við þessa konu, fröken Lewinsky. 

Upptökurnar og blái kjóllinn urðu þó til þess að Clinton var formlega ákærður af fulltrúadeildinni árið 1998 og réttað var yfir honum í fulltrúadeildinni. Þar var hann sýknaður af flokkssystkinum sínum í Demókrataflokknum. 

Tripp barst fjöldi hótana eftir réttarhöldin. Hún stóð þó fast á því að hún hafi breytt rétt með því að geyma upptökurnar. Hún sagði í viðtali við NBC fréttastöðina árið 1999 að almenningur hafi ekki hugmynd um hvað Lewinsky varð að ganga í gegnum. 

Tveimur árum síðar var henni vikið úr starfi í varnarmálaráðuneytinu. Hún var ráðin þangað í stjórnartíð Clintons, en rekin eftir að Bush tók við stjórnartaumunum árið 2001. Hún opnaði þá jólaverslun í Middleburg í Virginíu, ásamt seinni eiginmanni sínum. 

Lewinsky óskaði Tripp skjóts bata fyrr í gær, áður en fregnir bárust af andláti hennar. Hún sagði fortíðina engu skipta, og kvaðst ekki geta ímyndað sér hversu erfitt þetta væri fyrir fjölskyldu hennar.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV