Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Falsfréttir um COVID-19 dreifast jafnhratt og veiran

09.04.2020 - 12:50
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Gríðarlegt magn falsfrétti um COVID-19 og kórónuveiruna dreifist nú hratt í Evrópu, jafn hratt og veiran sjálf. segir Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar segir að í Evrópu hafi Fjölmiðlanefndir Evrópu hafi tekið höndum saman til að reyna að sporna við þessu og safna saman upplýsingum um mögulegar aðgerðir.

 

Heimsfaraldur og staðleysufaraldur 

Birtingamynd falsfréttanna og upplýsingaóreiðunnar virðist vera mjög  mismunandi í hverju ríki fyrir sig og meiraum þær þar sem faraldurinn er skæðari. Elfa segir að Svo virðist sem að þar sem  fólk er hræddara um sig og fjölskyldur sínar sé það móttækilegra fyrir röngum og misvísandi upplýsingum og falsfréttum um COVID-19.

Ekki er bara talað um heimsfaraldur COVID-19 heldur líka staðleysufaraldur, segir Elfa Ýr. Orðið staðleysufaraldur er notað fyrir enska orðið infodemics.

„Það kom í ljós bara mjög fljótlega eftir að þessi kórónaveirufaraldur fór af stað að falsfréttir virtust vera að dreifast jafn hratt og veiran sjálf.“

Fjörutíu og fimm % allra falsfrétta um COVID-19

Elfa Ýr segir að settur hafi verið á laggirnar samráðshópur allra Fjölmiðlanefnda þar sem tekið er saman allt sem verið er að gera til að sporna gegn upplýsingaóreiðu innan ríkjana og gera þær upplýsingar aðgengilegar fyrir öll ríkin.   

Innan framkvæmdastórnar Evrópusambandsins sé miðlæg deild sem skoðar sérstaklega falsfréttir sem koma frá öðrum ríkjum álfunnar. Þeir hafi séð gríðarlega mikla fjölgun á falsfréttum sem komi bæði frá Rússlandi, Kína og frá hægri hlið stjórnmálann í Bandaríkjunum. Einnig hafi fjölmiðlanefndir evrópskra ríkja kortlagt falsfréttir sem beinast að COVID-19 á samfélagsmiðlunum. Það hafi fjölmiðlanefnd Noregs gert og komst að því að  um 45% allra falsfrétta þar í landi hafi verið um COVID-19

„Samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdastjórninni þá hafa þeir verið að sjá gríðarlega aukningu á síðum sem að eru að dreifa efni eftir að COVID-19  fór af stað. Og eins hafa þeir líka séð mjög mikla aukning á einkaskilaboðum bæði á Messenger og WhatsUp á milli fólks innan Evrópu“

 „Og það bendir til þess að það sé að verða líka gríðarlega mikil aukning, ekki bara inn á samfélagsmiðlum heldur líka í einkaskilaboðum á dreifing falsfrétta.“   

Mynd með færslu
 Mynd: Skjáskot
Maðurinn sem segis vera „spænskur læknir“ sem nú hefur verið afhjúpaður

Spænski læknirinn sem ekki er læknir. 

Dæmi um falsfrétt sem fór eins og eldur í sinu um alla Evrópu er frétt um „spænska lækninn“ en nú hefur verið flett ofan af honum. 

Í myndbandi á YouTube fullyrðir hann að  verið sé að taka fólk sem er 65 ára og eldra úr öndunarvélum á Spáni svo hægt sé að setja yngra fólk í þær.  Maðurinn er ekki læknir. 

Hér má sjá umfjöllun þar sem flett er ofan af honum https://maldita.es/malditobulo/2020/03/31/spanish-doctor-respirators-eld...

Önnur falsfrétt sem náð hefur mikilli útbreiðslu er um það að tengsl séu á milli 5 G og kórónaveirunnar. Ofcom Fjölmiðlanefnd Bretlands hefur sektað fjölmiðil þar í landi fyrir að dreifa falsfréttum um COVID-19  

Þrennskonar birtingamyndir falsfrétta 

Elfa Ýr segir að birtingamyndir falsfréttanna séu margskonar en þær megi flokka gróflega í þrennt:   

Í fyrsta lagi falsfréttir um vörur og aðferðir sem ætlað er að koma í veg fyrir að fólk smitist eða að lækna fólk sem hefur smitast. Mjög mikið sé af slíkum fréttum sunnarlega í Evrópu. „Sérstaklega í Tyrklandi eru fréttir um það að hreint alkóhól ef maður drekkur það, hafi það mjög jákvæð áhrif.“

Og fleiri falsfréttir af þessu tagi eins og að annað hvort smitist fólk ekki eða læknist af COVID-19 ef það drekki klór, borði banana, drekki sítrónuvatn á morgnanna o.s.frv. 

Í öðru lagi eru dæmigerðar falsfréttir sem hafi það að markmiði að sá fræum efans og ýta undir tortryggni bæði gagnvart stjórnvöldum einstakra ríkja,  gagnvart heilbrigðisyfirvöldum og til að grafa undan Evrópusambandinu með fullyrðingum um að samvinna Evrópuríkja sé ekki að virka, þau standi ekki saman. 

Og í þriðja lagi má nefna ýkjufréttir og samsæriskenningar, segir Elfa . Þá telur fólk að  ekki sé verið að segja sannleikann. 

Falsfréttir frá Rússlandi, Kína og hægri öfgaflokkum í Bandaríkjunum 

„Við vitum að það  koma falsfréttir sérstaklega frá Rússlandi og líka frá Kína. Falsfréttir dreifast líka um hin enskumælandi lönd [og þá sem tala og lesa ensku.] Það er því ekki skrýtið að það komi líka eitthvað frá Bandaríkjunum til Evrópu. En falsfréttir frá Kína og Rússlandi koma á ítölsku, spænsku, frönsku, þýsku  og ensku þannig að þær eru á mörgum tungumálum“

Elfa segir að ákveðið þema í falsfréttunum sé að sá fræum efans um samstarf Evrópuríkjanna að núna sé hvert ríki bara að hugsa um sig og hjálpi ekki hver öðrum. „Það er búið að gera mikið úr fréttum um að bæði kínversk og rússnesk stjórnvöld hafi komið og aðstoðað t.d. ítölsk heilbrigðisyfirvöld með bæði lækningatækjum og heilbrigðistarfsfólk o.s.frv. en á sama tíma er ekki jafni sýnilegt á samfélagsmiðlum og í fréttum að það eru mörg hundruð bæði frakkar og ítalir sem að liggja inn á þýskum sjúkrahúsum. Og það er verið að deila búnaði og lækningatækjum til þeirra landa þar sem staðan er verst. Þannig að þetta er þema að vera að sá þessari tortryggni að Evrópa standi ekki saman í þessu.“

Er þetta aðför að lýðræðinu í Evrópu?  já aðför að þessari hugmynd um þessa evrópsku samvinnu og verið að láta líta út  fyrir það það sé ekki samvinna í gangi og evrópuríki séu ekki að standa saman.“

Verið sé að hræða fólk til að draga úr trausti þess til heilbrigðisyfirvalda og stjórnvalda í ríkjum Evrópu. Þetta hafi verið sérlega áberandi bæði á  Ítalíu og Spáni þar sem staðan hefur verið mjög slæm“

Samfélagsmiðlar vinna með fjölmiðlanefndum Evrópu. 

Samfélagsmiðlar, eins og Google, Twitter, Facebook  hafa tekiið við sér og verið í samstarfi við fjölmiðlanefndir Evrópu.  Elfa segir að þeir séu mjög viljugir og hafi mikinn skilning á því að rangar upplýsingar séu skaðlegar heilsu kmanna og lýðræðinu.  Miðlarnir hafi skoðað efni sem verið er að pósta. 

„Það kom t.d. fram hjá starfsmanni sem er í samstarfi við þessa aðila að gríðarleg vinna hefur verið á YouTube við að skoða skaðlega myndbönd þar sem er verið að hvetja til skaðlegra aðgerða út af COVID-19 og af 100.000 myndböndum sem þeir skoðuðu á tæplega tvegga mánaða tímabili litu þeir svo á að 15 þúsund þeirra væru skaðlega og ákváðu að fjarlægja þau.“

Staðan á Íslandi

Búið er að fjarlægja tvær síður á Instagram þar sem verið var að dreifa röngum upplýsingum meðal barna og ungs fólks. Annars vegar var verið að dreifa fölskum upplýsingum undir merkjum Landlæknis og hins vegar Almannavarna. 

Þá hefur verið hakkað inn á vef Lögreglunnar á Norðurlandi Eystra líkt og m.a. RÚV hefur greint frá  https://www.ruv.is/frett/2020/03/31/facebook-sida-logreglunnar-a-nordurl...

Vitneskja er innan stjórnkerfisins á Íslandi um að þetta gæti verið vandamál hér á landi og að það geti verið nauðsynlegt að skoða það frekar. 

Bergljót Baldursdóttir
Fréttastofa RÚV