Tilmæli stjórnvalda ekki virt

08.04.2020 - 10:03
Erlent · Asía · COVID-19 · Japan · Kórónuveiran
epa08349920 Commuters get off the JR Yamanote Line at Shinjuku railway station n Tokyo, Japan, 08 April 2020. Japanese Prime Minister Shinzo Abe declared a state of emergency on 07 April 2020 amid an increase of coronavirus and COVID-19 infection cases.  EPA-EFE/KIMIMASA MAYAMA
Á Shinjuku-lestarstöðinni í Tókýó í morgun. Mynd: EPA-EFE - EPA
Járnbrautarlestir í Tókýó voru þéttsetnar í morgun af fólki á leið til vinnu þrátt fyrir að lýst hafi verið yfir neyðarástandi þar og í nokkrum örðum héruðum Japans í gær vegna kórónuveirufaraldursins.

Fréttastofan Reuters segir að á meðan athafnalíf liggi víða niðri vegna farsóttarinnar og víða sé enginn á götum sé annað verið uppi á teningnum í japönsku höfuðbhorginni.

Þrátt fyrir að hafa lýst yfir neyðarástandi hafi stjórnvöld takmarkaðar heimildir til að þvinga fólk til að vera heima eða fyrirtæki til að loka.

Ríflega 4.000 hafa greinst með kórónuveiruna í Japan, en minnst 93 hafa látist úr COVID-19 sjúkdómnum.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi