Þorsteinn forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins

08.04.2020 - 10:22
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins ehf. Þorsteinn hefur verið þingmaður Viðreisnar síðustu fjögur ár en tilkynnti í morgun að hann hafi sagt af sér þingmennskunni frá og með 14. apríl.

Eignarhaldsfélagið Hornsteinn ehf. á og rekur dótturfélögin Björgun, Sementsverksmiðjuna og BM Vallá. Starfsemi fyrirtækjanna snýr að öflun hráefna, framleiðslu, sölu og þjónustu á byggingamarkaði og við mannvirkjagerð, að því er segir í tilkynningu.

Þorsteinn var forstjóri BM Vallár frá 2002 til 2010. Faðir hans, Víglundur Þorsteinsson, heitinn, var um árabil framkvæmdastjóri fyrirtækisins. 

Frétt uppfærð klukkan 11:03: Rétt er að taka fram að Eignarhaldsfélagið Hornsteinn ehf. er annað fyrirtæki en Hornsteinn ehf. í Hveragerði. 

 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi