Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Segir ný gögn um FIFA veita henni uppreist æru

Mynd með færslu
 Mynd: ap

Segir ný gögn um FIFA veita henni uppreist æru

08.04.2020 - 12:44
Bonita Mersiades, uppljóstrari sem vakti athygli á spillingu innan FIFA árið 2010, segir nýjar ákærur í málinu veita henni uppreist æru.

Mersiades vakti athygli á spillingu innan Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA í aðdraganda úthlutunarferlis fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta 2018 og 2020 og var rekin í kjölfarið. Í gær voru ný gögn birt í dómssal í Bandaríkjunum sem sögð eru sýna fram á víðtæka spillingu í tengslum við kosningarnar. Alls er sautján einstaklingum stefnt fyrir hinar ýmsu sakir en allir sem tengjast FIFA eru fyrrverandi starfsmenn sambandsins og flestir áttu þeir sæti í framkvæmdastjórn FIFA sem sér einmitt um að kjósa gestgjafaþjóðir HM.

Sjá einnig: HM í Katar 2022 gæti verið í hættu vegna nýrra gagna

 

Árið 2010 fékk Rússland úthlutað að halda HM karla 2018 og Katar fékk mótið 2022 og voru þær úthlutanir mjög umdeildar. Uppljóstrarinn, Mesiades, sat í stjórn Ástralska knattspyrnusambandsins árið 2010 og var rekin eftir að hún vakti athygli á málinu á sínum tíma, í aðdraganda kosninganna. Stjórnvöld í Rússlandi neituðu í gær allri aðkomu að málinu en FIFA sagðist myndu óska eftir frekari upplýsingum frá bandarísku alríkislögreglunni til að rannsaka málið. Mersiades segir málið allt hafa tekið á hana og ákærurnar sem birtar voru í gær veiti henni uppreist æru og að þær munu vafalaust hafa áhrif á heimsmeistaramótið í Katar 2022.