Ekkert nýtt smit í Eyjum síðasta sólarhringinn

08.04.2020 - 16:50
Mynd með færslu
 Mynd:
Enginn hefur verið greindur með COVID-19 smit í Vestmannaeyjum síðasta sólarhringinn, að því er fram kemur í tilkynningu á Facebook-síðu Lögreglunnar. Þetta er í fyrsta sinn síðan 17. mars sem ekkert nýtt smit greinist þar.

Veirufaraldurinn hefur verið skæður í Eyjum og hafa 103 smit verið greind. Alls hafa 719 manns þurft að fara í sóttkví. Nú eru 210 í sóttkví. Aldursdreifing þeirra sem hafa smitast í Eyjum er svipuð og á landsvísu. Flest hinna smituðu eru á miðjum aldri. Hægt er að sjá súlurit yfir aldursdreifinguna í færslunni hér fyrir neðan. 

Páley Borgþórsdóttir, aðgerðastjóri og lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, hvetur fólk til að fara áfram varlega til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar. „Við þurfum enn að gæta okkar, virðum reglur og björgum mannslífum,“ skrifar hún í færslunni. 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi