Talibanar hóta að slíta viðræðum

07.04.2020 - 08:19
epa08259490 Taliban co-founder Mullah Abdul Ghani Baradar speaks at a signing ceremony of the US-Taliban peace agreement in Doha, Qatar, 29 February 2020. The United States and the Taliban on 29 February penned a historic Agreement to Bringing Peace to Afghanistan which paves the way for the withdrawal of US troops and intra-Afghan negotiations.  EPA-EFE/STRINGER
Abdul Ghani Baradar, einn stofnenda Talibana, sem undirritaði samkomulagið við Bandaríkjamenn. Mynd: EPA-EFE - EPA
Talibanar ætla ekki lengur að taka þátt í árangurslausum viðræðum um fangaskipti við stjórnvöld í Kabúl. Þetta sagði talsmaður Talibana á Twitter í gærkvöld og sakaði samningamenn stjórnvalda um að hindra framgang viðræðnanna.

Samkvæmt nýlegu samkomulagi Bandaríkjamanna og Talibana sem miðar að brottflutningi erlendra hersveita frá Afganistan, er gert ráð fyrir stjórnvöld og Talibanar skiptist á föngum áður en formlegar friðarviðræður hefjist þeirra á milli. Viðræður um fangaskipti áttu að hefjast 10. mars, en hófust ekki fyrr en í síðustu viku. 

Talsmaður stjórnarinnar í Kabúl sagði í morgun að viðræður hefðu dregist á langinn vegna kröfu Talibana um að fá fimmtán foringja lausa úr haldi.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi