Abe kynnir neyðarráðstafanir vegna COVID-19

07.04.2020 - 09:39
Erlent · Asía · COVID-19 · Japan · Kórónuveiran
epa08347517 Japanese Prime Minister Shinzo Abe declares a state of emergency during a meeting of the task force against the novel coronavirus and COVID-19, at the prime minister's official residence in Tokyo, Japan, 07 April 2020. Prime Minister Abe declared a state of emergency in Japan amid an increase of coronavirus and COVID-19 infection cases.  EPA-EFE/FRANCK ROBICHON / POOL
Abe kynnir neyðarráðstafanir á fundi með vinnuhópi um COVID-19 í Tókýó í morgun. Mynd: EPA-EFE - EPA POOL
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, kynnti í morgun víðtækar efnahagsaðgerðir til að bregðast við áhrifum COVI-19 og sagði þær einhverjar hinar mestu sem gripið hefði verið til vegna faraldursins. 

Forsætisráðherrann lýsti jafnframt yfir neyðarástandi í hluta landsins vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar, í höfuðborginni Tókýo og nágrenni og sex öðrum héruðum landsins. Það yrði í gildi í einn mánuð.

Eftir að hafa ráðfært sig við sérfræðinga tilkynnti Abe það í gær að hann ætlaði að lýsa yfir neyðarástandi í dag, en fjöldi kórónuveirutilfella hefur tvöfaldast í Japan frá því í síðust viku. Þar hafa nærri 4.000 greinst smitaðir af kórónuveirunni, en meira en níutíu hafa látist úr COVID-19 sjúkdómnum.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi