Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Verkefni Baltasars með Mark Wahlberg slegið á frest

epa05545551 Icelandic film director Baltasar Kormakur poses during the photocall of the film 'Eidurinn' at the San Sebastian International Film Festival, in San Sebastian, Spain, 18 September 2016. The 64th edition of the film festival runs from 16 to 24 September.  EPA/JAVIER ETXEZARRETA
Myndin er samsett Mynd: EPA/RÚV samsett mynd

Verkefni Baltasars með Mark Wahlberg slegið á frest

06.04.2020 - 16:08

Höfundar

Verkefni Baltasar Kormáks og Marks Wahlbergs um vináttu sænsks ævintýramanns og hunds hefur verið frestað um óákvæðin tíma. Baltasar átti að fljúga til Púertó Ríkó til að skoða tökustaði fyrir myndina en hætt var við það vegna kórónuveirufaraldursins. Þá þurfti einnig að hætta tökum á nýrri þáttaröð sem leikstjórinn er að gera streymisveituna Netflix og nefnast Katla.

Baltasar greinir frá þessu í pistli sem birtist á vef Vulture í dag.  Þar segir hann frá því hvernig lífið gangi fyrir sig hjá kvikmyndaleikstjóra á Ísland í miðjum kórónuveirufaraldri.

Í greininni kemur fram að tökulið Kötlu hafi náð fjórum tökudögum fyrir þegar það neyddist til að hætta. „Tökurnar fóru fram í myndveri sem við byggðum þannig að þetta hefur margvísleg áhrif.  Okkur hefur tekist að halda áfram einhverri vinnu en virðum samt alltaf 20 manna regluna.“

Hann segir að honum gefist núna tækifæri til að vinna betur í handritinu.  Þá upplýsir leikstjórinn að hann hafi varið tímanum í að horfa á kvikmyndir og viðurkennir að hafa sogast að sjónvarpsþáttunum Tiger King á Netflix.

Baltasar bendir á að hann eigi stóra fjölskyldu, fjögur börn sem öll eigi kærustur og kærasta og séu inn á heimilinu „Þannig að ég hlýt að fá þetta fyrr eða seinna.“ Hann forðist aftur á móti að vera í samskiptum við föður sinn, listmálarann Baltasar Samper, þar sem hann sé í krabbameinsmeðferð. 

Tengdar fréttir

Sjónvarp

„Ófærð kom mér á kortið í Bretlandi“

Kvikmyndir

Netflix fullfjármagnar þáttaröð á íslensku

Kvikmyndir

Baltasar leikstýrir Wahlberg í þriðja sinn

Sjónvarp

Biðst afsökunar á örlögum Ásgeirs