Þjóðarleiðtogar hugsa til Borisar

06.04.2020 - 22:09
epa08345394 Police stand guard outside St.Thomas's Hospital in London, Britain, 06 April, 2020. According to news reports British Prime Minister Boris Johnson is being treated for Coronavirus at St.Thomas's. Countries around the world are taking increased measures to stem the widespread of the SARS-CoV-2 coronavirus which causes the Covid-19 disease.  EPA-EFE/ANDY RAIN
 Mynd: EPA - RÚV
Þjóðarleiðtogar víðsvegar um heim hafa sent Boris Johnson kveðju á samskiptamiðlum í kvöld, eftir að fréttist að hann hefði verið lagður inn á gjörgæsludeild. Forsætisráðherrann greindist með COVID-19 smit fyrir tíu dögum. Hann var lagður inn á St. Thomas spítalann í Lundúnum í gær, en fluttur inn á gjörgæsludeild í kvöld.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði Bandaríkjamenn biðja fyrir forsætisráðherranum. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sendi Boris kveðju og óskaði honum bata. Trudeau sagðist vonast til þess að hitta hann fljótlega í Downingstræti 10 mjög fljótlega, Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur líka sent Boris, fjölskyldu hans og öllum Bretum kveðju.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra okkar Íslendinga, sendi Boris batakveðjur áður en fréttir bárust af því að hann hefði verið færður á gjörgæslu

Og utanríkisráðherrann, Guðlaugur Þór Þórðarson, sendi Boris líka kveðju á Twitter og sagðist biðja fyrir og hugsa til hans og allra þeirra sem eru að berjast fyrir heilsu sinni og lífi á tímum COVID-19 heimsfaraldursins.

Fréttin hefur verið uppfærð. 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi