Setja þarf strangari reglur um komur ferðamanna í sumar

06.04.2020 - 20:31
Mynd: Lögreglan / Lögreglan
Endurskoða þarf reglur um komur ferðamanna bæði með skemmtiferðaskipum og almennt, þegar COVID-19 faraldurinn fjarar út, að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Hann sagði á upplýsingafundi Almannavarna í dag að fram undan væri mikil vinna við að skipuleggja hvernig samkomubanni og öðrum takmörkunum verði aflétt í áföngum eftir 4. maí.

Sóttvarnalæknir segir að það þurfi að aflétta þessum takmörkunum mjög hægt til að koma í veg fyrir að faraldurinn blossi upp aftur, líkt og gerst hafi í Singapúr og víðar. 

Áætlað er að næsta skemmtiferðaskip með erlendum ferðamönnum komi hingað til lands 21. maí en sóttvarnalæknir sagði ekki ljóst hvort af því yrði eða ekki. „Ég held að það sé algjörlega ljóst að við þurfum aðeins að endurskoða þær reglur sem hafa verið í gildi um komur ferðamanna frá skemmtiferðaskipum og við þurfum að setja miklu strangari reglur ef við ætlum að hafa samræmi í því sem við erum að gera. Ef það eru takmarkanir innanlands þá þarf það líka að vera fyrir farþega á svona stórum skipum og reyndar túrista sennilega almennt,“ sagði Þórólfur á fundinum í dag. Öll þessi mál séu í endurskoðun og niðurstaðan verði kynnt á næstunni.

 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi