Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Röðin komin að GDRN á Látum okkur streyma

Mynd með færslu
 Mynd: GDRN

Röðin komin að GDRN á Látum okkur streyma

06.04.2020 - 11:35

Höfundar

Tónleikaröðin Látum okkur streyma heldur áfram í kvöld og nú er röðin komin að tónlistarkonunni GDRN. Tónleikaröðin er haldin af Hljómahöll og Rokksafni Íslands.

Þar sem fólki gefst ekki kostur á að mæta á tónleikana geta allir fylgst með í beinni útsendingu á Facebook-síðu Hljómahallarinnar, á RÚV.is og á RÚV 2 eða hlustað á Rás 2.

GDRN er sú þriðja sem kemur fram á Látum okkur streyma. Ásgeir Trausti hóf tónleikaröðina og í síðustu viku var það hljómsveitin Moses Hightower sem steig á svið. Tónleikaröðinni lýkur í næstu viku með tónleikum Hjálma. 

Nýverið gaf GDRN út aðra breiðskífu sína sem er samnefnd söngkonunni. Platan hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda og aðdáenda. Upphaflega átti GDRN að halda útgáfutónleika sína í Háskólabíó en fresta þurfti tónleikunum vegna samkomubanns. Í kvöld er því kjörið tækifæri fyrir aðdáendur að sjá og heyra GDRN flytja mörg af sínum bestu lögum á tónleikum. 

Tónleikar GDRN hefjast kl. 20 og verður þeim streymt beint á RÚV.is og á Facebook-síðu Hljómahallarinnar. Tónleikunum verður einnig útvarpað beint á Rás 2. Klukkan 20:15 hefst svo sjónvarpsútsending frá tónleikunum á RÚV 2. 

Tengdar fréttir

Tónlist

Látum okkur streyma með Moses Hightower

Tónlist

Ásgeir Trausti í beinni frá Hljómahöllinni

Menningarefni

Þakklátt og þægilegt frá GDRN