Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Rafmagnslaust í hluta Ölfuss fram eftir degi

06.04.2020 - 13:21
Mynd með færslu
 Mynd:
Rafmagnslaust er nú í Ölfusi, vestan við Kögunarhól, eftir að staur brotnaði í stæðu á svæðinu. Ekki er um víðtæka bilun að ræða, miðað við það sem þurft hefur að glíma við í vetur samkvæmt upplýsingum frá svæðisvakt RARIK á Suðurlandi.

Íbúi á Hvammi, sem er á milli Selfoss og Hveragerðis, sagði í samtali við fréttastofu um hádegi að rafmagnsleysið hefði þá verið í að minnsta kosti hálftíma. Samkvæmt upplýsingum frá RARIK er reiknað með að rafmagnslaust verði í tvo til þrjá tíma til viðbótar. Vinna er hafin við að koma rafmagninu aftur á og stefnt á að laga línuna til bráðabirgða til að byrja með. 

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV