Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Forsetakosningar: Rafræn söfnun undirskrifta til umræðu

06.04.2020 - 12:18
Mynd með færslu
 Mynd: Eggert Þór Jónsson - RÚV
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis ræddi á fundi sínum í morgun rafræna söfnun undirskrifta fyrir forsetakosningarnar í sumar. Kosið verður 27. júní, ef sitjandi forseti fær mótframboð, og þarf hver frambjóðandi að safna minnst 1.500 hundruð undirskriftum kosningabærra manna.

Í ljósi víðtækra takmarkanna vegna kórónuveirufaraldursins er nú unnið að útfærslu á því að frambjóðendur geti safnað þessum undirskriftum rafrænt. Að sögn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata og formanns nefndarinnar, ræddi nefndin um umgjörð slíkar söfnunar meðmælenda en ekki hefur verið tekin lokaákvörðun um fyrirkomulagið.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tilkynnti í nýársávarpi sínu að hann gæfi kost á sér til endurkjörs. Hans fyrsta kjörtímabili lýkur í sumar.