340 þúsund manns smitaðir í Bandaríkjunum

06.04.2020 - 11:29
epa08344895 Health care workers at Mount Sinai Morningside Hospital  stand outside and acknowledge New York City firefighters in New York, USA, 05 March 2020. New York City is still considered the epicenter of the coronavirus outbreak in the United States.  EPA-EFE/Peter Foley
 Mynd: EPA
Nú hafa um 340 þúsund smitast af kórónuveirunni í Bandaríkjunum og tæplega tíu þúsund hafa dáið. Heilbrigðis-yfirvöld vara við því að næsta vika verði mjög slæm og ríkisstjórar vilja fá samræmd viðbrögð um allt landið.

Anthony Fauci er helsti sóttvarna-sérfræðingurinn í Bandaríkjunum og ráðgjafi Bandaríkjaforseta um COVID-19. Hann varar við því að útbreiðsla veirunnar eigi eftir að stigmagnast á næstu dögum.

Í viðtali við CBS-fréttastöðina í gær sagði Fauci að yfirvöld hefðu ekki stjórn á atburðarásinni.

Líkir næstu viku við Pearl Harbour og 11. september

Jerome Adams, landlæknir Bandaríkjanna, segir að næsta vika verði sú erfiðasta og sorglegasta sem flestir Bandaríkjamenn hafa upplifað. Hann segir að hún verði líkust Pearl Harbour og árásinni á Tvíburaturnana en þó verri því að þetta verði ekki staðbundinn atburður heldur um land allt.

Ríkisstjórar vilja reglur á landsvísu en forsetinn ekki

Yfirvöld í 41 af 50 ríkjum Bandaríkjanna hafa hafa sett mis-strangar reglur um samkomur og ferðafrelsi almennings. Þau hafa líka gripið til fleiri aðgerða til að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar. Margir í þeirra vilja að alríkisstjórnin setji samræmdar reglur fyrir allt landið.

Landlæknirinn ætlar þó ekki að gera það og ekki heldur Donald Trump Bandaríkjaforseti. Hann vill að hvert ríki setji sínar eigin reglur um þetta hér eftir sem hingað til.

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi