Íslensk erfðagreining hefur skimað fyrir kórónuveirunni sem veldur COVID-19 meðal 2.300 Íslendinga sem valdir voru af handahófi. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að þrettán þeirra hafi reynst hafa sýkst af veirunni. Þetta þýði að 0,6 prósent af fólki á höfuðborgarsvæðinu, sem ekki er í sóttkví, virðist hafa smitast.