Breski Verkamannaflokkurinn hefur kosið nýjan leiðtoga. Keir Starmer hlaut flest atkvæði, rúm 56 prósent.
Hann hlaut mun fleiri atkvæði en Rebecca Long-Bailey sem fékk næst flest, eða tæp 28 prósent. Starmer tekur við af Jeremy Corbyn sem sagði af sér eftir að flokkurinn galt afhroð í þingkosningunum í desember.
It’s the honour and privilege of my life to be elected as Leader of the Labour Party.
I will lead this great party into a new era, with confidence and hope, so that when the time comes, we can serve our country again – in government. pic.twitter.com/F4X088FTYY
Starmer er 57 ára og hefur verið þingmaður Verkamannaflokksins frá 2015. Í tilkynningu segist hann ætla að leiða flokkinn inn í nýja og betri tíma. Þá biður hann samfélag gyðinga afsökunar. Forveri hans Jeremy Corbyn hefur lengi verið sakaður um að leyfa gyðingahatri að viðgangast innan flokksins. Starmer segist ætla að afnema þennan stimpil sem flokkurinn hefur fengið á sig.