Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Keir Starmer nýr leiðtogi Verkamannaflokksins

04.04.2020 - 10:36
Erlent · Bretland · Evrópa
epa08342491 (FILE) - Britain's opposition Labour Party Spokesperson for Exiting the EU, Keir Starmer delivers his speech at the Labour Party Conference in Brighton, Britain, 25 September 2017 (reissued 04 April 2020). Keir Starmer was announced elected succesor to Labour Party leader Jeremy Corbyn on 04 April 2020 in a ballot of party members, trade unionists and other supporters.  EPA-EFE/NEIL HALL
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Breski Verkamannaflokkurinn hefur kosið nýjan leiðtoga. Keir Starmer hlaut flest atkvæði, rúm 56 prósent.

Hann hlaut mun fleiri atkvæði en Rebecca Long-Bailey sem fékk næst flest, eða tæp 28 prósent. Starmer tekur við af Jeremy Corbyn sem sagði af sér eftir að flokkurinn galt afhroð í þingkosningunum í desember.

Starmer er 57 ára og hefur verið þingmaður Verkamannaflokksins frá 2015. Í tilkynningu segist hann ætla að leiða flokkinn inn í nýja og betri tíma. Þá biður hann samfélag gyðinga afsökunar. Forveri hans Jeremy Corbyn hefur lengi verið sakaður um að leyfa gyðingahatri að viðgangast innan flokksins. Starmer segist ætla að afnema þennan stimpil sem flokkurinn hefur fengið á sig. 

epa08342489 (FILE) - Britain's opposition Labour Party then Spokesperson for Exiting the EU, Keir Starmer (L) is congratulated following his speech by then party leader Jeremy Corbyn (R) at the Labour Party Conference in Brighton, Britain, 25 September 2017 (reissued 04 April 2020). Keir Starmer was announced elected succesor to Labour Party leader Jeremy Corbyn on 04 April 2020 in a ballot of party members, trade unionists and other supporters.  EPA-EFE/NEIL HALL
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Keir Starmer tekur við af Jeremy Corbyn.
olofr's picture
Ólöf Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV