Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að andlitsgrímur geri lítið sem ekkert gagn fyrir almenning sem sé á gangi úti við og geti veitt falskt öryggi. Hann sagði að grímur neti nýst á veika einstaklinga til að minnka líkur á að þeir dreifi veikinni. Þá sé gagnsemin klár, og einnig hjá heilbrigðisstarfsfólki. Öðru gegni um almenna notkun.