Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

COVID-19: Meira en 900 dáið á Spáni tvo daga í röð

03.04.2020 - 11:04
epa08338824 A priest conducts a funeral mass at San Jose cemetery in Pamplona, Spain, 02 April 2020. The Government has established strict measures that include funerals in which only three relatives are allowed to attend. Spain faces the 19th consecutive day of mandatory home confinement in a bid to slow down the spread of the pandemic COVID-19 disease caused by the SARS-CoV-2 coronavirus.  EPA-EFE/JESUS DIGES
Frá útför í Pamplona á Spáni í gær. Mynd: EPA-EFE - EFE
Meira en 900 hafa dáið á Spáni úr COVID-19 tvo daga í röð. Samkvæmt spænska heilbrigðisráðuneytinu dóu 932 síðasta sólarhring, þannig að dauðsföll af völdum kórónuveirunnar nálgast nú 11.000 þar í landi.

Um 118.000 hafa greinst þar smitaðir. Stjórnvöld segja að hlutfall nýsmitaðra hafi lækkað undanfarna daga.