Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

COVID-19: Kínverjar minnast látinna á morgun

03.04.2020 - 12:24
Erlent · Asía · COVID-19 · Kína · Kórónuveiran
epa08340765 A man walks along the banks of the Yangtze River, in Wuhan, China, 03 April 2020. China will hold a national mourning for coronavirus Covid-19 victims on 04 April. According to Chinese government figures since the outbreak began over 3,300 people have died of Covid-19 in China, with more than 2,500 deaths happened in Wuhan, the epicenter of the coronavirus outbreak.  EPA-EFE/ROMAN PILIPEY
Borgin Wuhan í Kína. Mynd: EPA-EFE - EPA
Þjóðarsorg verður í Kína á morgun þegar landsmenn minnast þeirra sem látist hafa í kórónuveirufaraldrinum í landinu. Þriggja mínútna þagnarstund verður klukkan tíu að morgni að staðartíma.

Kínverski fáninn verður dreginn í hálfa stöng um allt land og við sendiráð og ræðismannsskrifstofur Kínverja. 

Upphaf kórónuveirufaraldursins var í borginni Wuhan í Hubei-héraði og greindust fyrstu tilfellin í desember. Veiran breiddist hratt út og fólk fór að deyja svo stjórnvöld gripu til þess ráðs að loka Hubei-héraði til að reyna að hefta útbreiðsluna.

Byrjað er að slaka á takmörkunum í Hubei, en þótt smit og dauðsföll séu nú afar fá miðað við sem var hafa meira en 80.000 greinst smitaðir í Kína og um 3.300 látist af völdum COVID-19.