Beit hluta úr vör samfanga síns

03.04.2020 - 17:18
Mynd með færslu
 Mynd: Ragnar Visage - RÚV
Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Suðurlands yfir Trausta Rafni Henrikssyni. Hann var sakfelldur fyrir að ráðast á samfanga sinn á Litla Hrauni, ásamt öðrum fanga, kasta stól í og skyrpa á fangavörð, og fyrir að líkamsárás á annan fanga. Í síðustu árásinni beit Trausti hluta úr efri vör þess sem hann réðist á.

Landsréttur staðfesti tveggja og hálfs árs fangelsisdóm yfir Trausta Rafni. Hann réðist á ungan hælisleitanda sem var fangelsaður eftir ítrekaðar tilraunir til að reyna að komast í skip vestur um haf. Annar fangi, Baldur Hafsteinsson, kom að og réðist á manninn ásamt Trausta. Þeir börðu hælisleitandann unga þar til hann missti meðvitund. Í öðru tilfelli braut Trausti og bramlaði hluti á fangelsinu, kastaði stól í fangavörð og skyrpti á hann. Síðasta líkamsárásin beindist að öðrum fanga á Litla Hrauni. Þeim lauk með því að Trausti beit stóran hluta efri vararinnar af samfanga sínum.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi