Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Atvinnuástand versnar hratt í Bandaríkjunum

03.04.2020 - 13:58
epa08339590 A woman stands on a block of shuttered store fronts, as all non-essential businesses in the city are closed to help stop the COVID-19 pandemic, in the Bronx, New York, 02 April 2020. According to numbers released today, over 6.6 million Americans applied for unemployment benefits last week as the United States starts to confront the massive economic impact from efforts to stop the spread of the highly-contagious coronavirus.  EPA-EFE/JUSTIN LANE
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Störfum í bandarísku atvinnulífi fækkaði um 701 þúsund í mars, fyrst og fremst vegna lokunar fyrirtækja af völdum COVID-19 farsóttarinnar. Þetta er mesta fækkun starfa í einum mánuði frá því í mars 2009. Atvinnuleysi í landinu var 4,4 prósent að því er atvinnumálaráðuneytið í Washington greindi frá í dag. Fara þarf meira en 45 ár aftur í tímann til að finna jafn mikla fjölgun atvinnulausra í einum mánuði.

Frá því var greint í gær að yfir 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hefðu sótt um atvinnuleysisbætur í síðustu viku, nánast tvöfalt fleiri en í vikunni á undan. Sérfræðingar Bank of America óttast að efnahagskreppan framundan sé sú versta sem nokkru sinni hefur riðið yfir í Bandaríkjunum. Atvinnuleysið geti orðið meira en fimmtán prósent.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV