Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

45 ný smit greindust úr yfir 1.200 sýnum

03.04.2020 - 13:04
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
1.364 hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi samkvæmt nýjum tölum almannavarna á covid.is. 45 ný smit hafa greinst síðasta sólarhringinn, en þau voru 99 í gær og var það næstmesti fjöldi nýrra smita á einum degi.

 1.265 sýni voru tekin í gær, en alls hafa verið tekin hér 22.195 sýni. 309 hefur batnað af COVID-19 sjúkdómnum samkvæmt nýjustu tölum, en 6.300 eru í sóttkví og 1.051 í einangrun.

Daglegur upplýsingafundur almannavarna hefst klukkan 14. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Alma D. Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, munu fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19 hér á landi. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, verður einnig á fundinum í dag. Fundurinn verður í beinni útsendingu á RÚV í sjónvarpi, útvarpi og á vefnum.