Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Sóttvarnarlæknir leggur til samkomubann til 4. maí

02.04.2020 - 12:27
Mynd með færslu
 Mynd: Lögreglan
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir hefur lagt til við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að samkomubannið gildi til 4. maí. Þetta staðfestir Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður landlæknis við fréttastofu. Það er fyrsti mánudagur í maí.

Ráðherra tekur ákvörðun um samkomubannið og mun birta auglýsingu um það í Stjórnartíðindum. Samkvæmt upplýsingum frá aðstoðarmanni Svandísar mun hún kynna tillögu sóttvarnarlæknis á fundi ríkisstjórnarinnar á morgun.

Þórólfur sagði frá því á daglegum upplýsingafundi landlæknis í gær að hann byggist við því að samkomubannið myndi gilda út apríl. Upprunalega var gert ráð fyrir að það myndi gilda til 13. apríl.  

 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV