Loftmengun hefur minnkað

01.04.2020 - 09:51
Mynd með færslu
 Mynd: ESA
Víða í heiminum hefur loftmengun minnkað mikið vegna kórónuveirunnar. Dregið hefur bæði úr flug- og bílaumferð á síðustu vikum.

Mörg lönd í heiminum hafa brugðið á það ráð að takmarka ferðalög fólks til þess að draga úr útbreiðslu COVID-19. Víða er samkomubann eins og hér á Íslandi eða útgöngubann sem þýðir að allir eiga að vera heima hjá sér, nema til dæmis læknar, lögreglumenn og slökkviliðsmenn. 

epa08336007 A cat crosses an empty street amid the ongoing coronavirus pandemic, in Bandung, Indonesia, 01 April 2020. Indonesia has reported over 1,300 active cases of COVID-19 as of 01 April 2020.  EPA-EFE/IQBAL KUSUMADIREZZA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Margar götur eru heldur tómlegar þessa dagana.

Í nokkrum borgum í Evrópu, til dæmis Madrid, París og Mílanó hefur mælst minna af níturdíoxíði vegna þess að margar verksmiðjur hafa minnkað starfsemi sína og færri ferðast með bílum og flugvélum. Niturdíoxíð er mengun sem verður til þegar jarðefnaeldsneyti er brennt. Mengun hefur líka minnkað í Kína, sérstaklega á þeim svæðum þar sem kórónuveiran dreifðist mest. Ef gervihnattarmyndir frá áramótum eru bornar saman við nýlegar myndir sést munurinn greinilega. 

Jóhannes Ólafsson
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi