Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Samherji sleppur við yfirtökuskyldu

31.03.2020 - 19:52
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Fjármálaeftirlit Seðlabankans hefur veitt Samherja Holding undanþágu frá því að gera öðrum hluthöfum í Eimskipafélaginu tilboð í hlutabréf sín í Eimskipi.

Samherji Holding jók hlut sinn í fyrirtækinu í rúm 30 prósent þann 10. mars. Þar með fór eignarhlutur félagsins yfir yfirtökumörk. Samherji Holding bað hins vegar um undanþágu frá yfirtökuskyldu og Fjármálaeftirlitið samþykkti hana í dag. Eftirlitið telur að ekki sé gengið á minnihlutavernd annarra hluthafa.

Það bendir einnig á að Samherji Holding hafi ekki nýtt atkvæðisrétt sinn eftir að félagið fór yfir yfirtökumörk. Eins telur eftirlitið að aðstæður á markaði vegna COVID-19 séu slíkar að fallast beri á undanþágu.
 

johannhlidar's picture
Jóhann Hlíðar Harðarson
Fréttastofa RÚV